Hugleiðing dagsins
Andlegur og tilfinningalegur vöxtur okkar í GA prógraminu byggir meira á mistökum og bakslagi heldur en velgengni. Ef við höfum þetta í huga þá getur fall haft þau áhrif að stuðla að vexti, frekar en að draga úr honum. Í prógraminu er mótlætið besti kennarinn, nema í þeim tilvikum þar sem við neitum að hlýða á leiðsögn hans.

Tek ég leiðsögn?

Bæn dagsins
Megi ég bera virðingu fyrir öllum þáttum prógramsins, með sínum endalausu möguleikum á andlegum og tilfinningalegum þroska, svo ég geti séð fall sem lærdóm en ekki “endi alls.” Megi fall eins félaga verða okkur öllum lærdómur en ekki bara þeim sem féll. Megi fallið styrkja sameiginlega einbeitingu okkar.

Minnispunktur dagsins
Ef þú hrasar, rístu þá upp aftur.