Hugleiðing dagsins
Havð segjum við við manneskju sem hefur fallið, eða sem kallar eftir hjálp? Við getum flutt boðskapinn, ef viðkomandi er tilbúin til þess að hlusta; við getum deilt með henni reynslu okkar, styrk og von. Trúlegast er þó mikilvægast að sýna viðkomandi væntumþykju, segja að við séum innilega glöð að hann eða hún hafi snúið aftur og að viðkomandi geti treyst á hjálp okkar í hvívetna. Og okkur verður að vera alvara.

Get ég enn “gengið í skóla” og lært af mistökum og mótbyr annarra?

Bæn dagsins
Megi ég ætíð hafa næga væntumþykju til þess að bjóða velkominn aftur þann sem hefur fallið. Megi ég hlusta auðmjúkur á hrakfarasögu þess sem hefur fallið. Því ef ekki væri fyrir minn æðri mátt þá gæti ég staðið í sömu sporum. Megi ég læra af mistökum annarra og biðja þess að þau verði ekki mín.

Minnispunktur dagsins
Bindindi er aldrei áhættulaust.