Hugleiðing dagsins
Breyting er höfuðeinkenni þess að þroskast, frá gáleysislegri hegðun yfir í yfirvegun, frá oheiðarleika yfir í heiðarleika, frá átökum yfir í æðruleysi, frá barnalegu ósjálfstæði yfir í ábyrgðarkennd hins fullorðna – allt þetta og ótalmargt annað er birtingarmynd breytinga til batnaðar. Guð einn er óbreytanlegur; guð einn þekkir allan sannleikann.

Geri ég mér grein fyrir að sá vandi sem ég átti í stafaði af skorti á mætti? Hef ég fundið mátt sem ég get lifað með – mátt sem er æðri mér sjálfum?

Bæn dagsins
Ég bið að GA prógramið verði, fyrir mig, uppkastið að breytingum – breytingum á mér. Dagar umskiptanna, frá spilafíkn yfir í bindindi, frá hjálpleysi yfir í kraft fyrir tilstuðlan guðs, geta verið grýttir. Megi guð lægja eirðarleysi mitt. Guð einn er heill og fullkominn og fyrirsjáanlegur.

Minnispunktur dagsins
Ég get lagt traust mitt á minn æðri mátt.