Hugleiðing dagsins
Þeir okkar sem falla eiga annað sameiginlegt, fyrir utan að hætta að stunda fundi, það er að þeir notfæra sér ekki verkfæri GA prógramsins – tólf sporin. Oftast nær segja menn; “Ég fór aldrei í sporin,” “Ég kláraði ekki fyrsta sporið,” “Ég vann sporin of hægt,” eða “Ég vann þau of hratt” eða “of snemma.” Kjarninn í því sem þeir eru að segja er að viðkomandi vissi af sporunum en auðnaðist ekki að lifa lífinu samkvæmt þeim.

Er ég að læra að verja sjálfan mig og hjálpa öðrum?

Bæn dagsins
Megi ég verða sá sem lifir samkvæmt sporunum en ekki bara sá sem hlustar. Megi mér auðnast að sjá þessi algengu atriði sem leiða til falls; of stoltur til þess að viðurkenna fyrsta sporið, of jarðbundinn til þess að finna fyrir nærveru æðri máttar, finnast yfirþyrmandi að stíga fjórða sporið – að gera óttalaus, siðferðisleg og fjárhagsleg reikningsskil í lífi okkar, vera of hlédrægur til þess að viðurkenna yfirsjónir okkar fyrir annarri manneskju. Guð, hjálpaðu mér að vinna sporin.

Minnispunktur dagsins
Hafa gát á sporunum.