Hugleiðing dagsins
Við höfum tekið eftir því að það er annað sem félagar okkar, sem falla, eiga sameiginlegt og það er óánægja með daginn í dag. “Ég gleymdi því að lifa einn dag í einu,” eða “Ég fór að gera væntingar til framtíðarinnar,” eða “Ég byrjaði að skipuleggja niðurstöður, ekki bara skipuleggja.” Þeir virtust gleyma því að við höfum bara NÚIÐ. Lífið hafði farið batnandi hjá þeim og eins og svo mörg okkar þá gleymdu þeir hversu slæmt það hafði verið áður. Þeir byrjuðu í staðinn að velta sér upp úr því hversu ófullnægjandi það væri miðað við hversu gott það gæti verið.

Ber ég daginn í dag saman við gærdaginn og átti ég mig á, í þeim samanburði, hversu gott ég hef það í dag?

Bæn dagsins
Ef dagurinn í dag dregur úr mér kjark, megi ég þá muna eftir kvíðanum og örvæntingunni sem gærdagurinn bar í skauti sér. Ef ég er óþolinmóður eftir morgundeginum, megi ég þá læra að meta daginn í dag og það hversu miklu betri hann er heldur en dagarnir þegar ég stundaði fjárhættuspil. Megi ég aldrei gleyma grundvallaratriðinu “Einn dag í einu.”

Minnispunktur dagsins
Geðveiki gærdagsins.