Hugleiðing dagsins
Ég byrjaði; ég byrjaði að; ég byrjaði að trúa. GA hefur kennt mér að innra með hverjum og einum leynist grundvöllur hugmyndarinnar um guð. Þessi hugmynd getur verið skekkt af hátíðarbrag, óhamingju eða tilbeiðslu annarra hluta, en hún er samt til staðar. Því trú á mátt sem er okkur æðri og skýr vitnisburður um tilvist þessa máttar, í lífi margra, er jafngamalt mannskepnunni sjálfri.

Hversu vel gengur mér að deila því sem ég hef öðlast?

Bæn dagsins
Ég bið að ég megi halda áfram að leita að – og finna – hið guðlega sem býr innra með mér sem og hverri einustu manneskju, sama hversu óljóst það kann að vera. Megi ég gera mér grein fyrir að vitundin um æðri mátt hefur fylgt mannskepnunni allt frá því hún öðlaðist hæfileikann til þess að hugsa rökrétt, óháð því hvaða nafn þessum mætti var gefið. Megi mín eigin trú á æðri mátt öðlast aukinn styrk af reynslu alls mannkyns – sem og af þeim kraftaverkum sem ég hef upplifað.

Minnispunktur dagsins
Guð býr innra með okkur öllum.