Hugleiðing dagsins
Ég kenndi öllu öðru en sjálfum mér um vandræði mín, áður en ég hætti að spila með hjálp GA. En nú hef ég lært að horfast í augu við erfiðleikana, ekki til þess að leita að sökudólg, heldur til þess að átta mig á og sjá hvernig viðhorf mitt olli vandamálum. Ég verð líka að læra að takast á við afleiðingar orða minna og gjörða og leiðrétta mig þegar ég hef rangt fyrir mér.

Vinn ég 10 sporið með því að iðka stöðuga sjálfsrannsókn? Og viðurkenni ég það undanbragðalaust þegar út af ber?

Bæn dagsins
Megi ég kynnast léttinum og frelsinu sem fylgi því að viðurkenna það þegar ég geri eitthvað rangt. Megi ég – kannski í fyrsta skipti á ævinni – taka ábyrgð á gjörðum mínum og horfast í augu við afleiðingar þeirra. Megi mér auðnast að tengja aftur saman afleiðingu og verknað.

Minnispunktur dagsins
Að taka ábyrgð á eigin verkum.