Hugleiðing dagsins
Engin tekur því fagnandi að verða fyrir sársauka, en hann getur komið að gagni. Á sama hátt og líkamlegur sársauki gerir okkur viðvart um líkamlega kvilla, þá getur tilfinningalegur sársauki verið notadrjúgur sem vísbending þess að eitthvað sé að – sem og ábending um það að einhverju þurfi að breyta. Þegar okkur lærist að höndla sársauka án skelfingar og óðagots, þá lærist okkur að takast á við orsök sársaukans, frekar en að leggja á flótta.

Get ég umborið tilfinningaleg óþægindi? Er ég ekki eins brothættur og ég hélt?

Bæn dagsins
Ég bið þess að vera betur í stakk búinn til þess að takast á við særindi og sársauka, nú þegar ég er farinn að bera skyn á hvað sé raunverulegt – bæði gott og slæmt. Ég bið þess í einlægni að tilhneiging mín til þess að vera ofurnæmur hverfi, að fólki hætti að finnast það verða umgangast mig af varkárni og varúð.

Minnispunktur dagsins
Henda merkimiðanum “Brotthættur – Meðhöndlist af Varúð”