Hugleiðing dagsins
Ég finn að eftir því sem ég vex í GA prógraminu – með því að deila reynslu minni, hlusta á aðra og taka meiri og meiri þátt í starfinu – þeim mun auðveldara er fyrir mig að lifa í NÚINU. Orðaforðinn er jafnvel að breytast. Önnur hver setning er ekki lengur full af frösum eins og “hefði getað,” “hefði átt að,” “myndi hafa” eða “gæti hafa.”

Það sem gerðist er búið og gjört og það sem mun gerast mun gerast. Það eina sem skiptir raunverulegu máli er núið. Er ég að ná að öðlast raunverulega ánægju, æðruleysi og frið í prógraminu?

Bæn dagsins
Að ég muni geta safnað saman öllum dreifðum minningum úr fortíðinni og hinum mikilfenglegu áætlunum og upplásna ótta mínum við framtíðina og komið þeim í rétt hlutfall við daginn í dag. Einungis með því að lifa í NÚINU mun mér takast að halda jafnvægi, án þess að hallast aftur á bak í átt að fortíðinni eða beygja mig fram á við í átt að framtíðinni. Megi ég hætta að reyna að ná utan um fyrirferðarmikið æviskeið mitt og dragnast með það hvert sem leið mín liggur.

Minnispunktur dagsins
Gefa deginum í dag sitt rými.