Hugleiðing dagsins
Sjálfsvorkun er ömurlegur persónuleikagalli sem heltekur viðkomandi. Sjálfsvorkun krefst þess að við séum stöðugt með hugann við sig og veitum sér athygli og afleiðingin er sú að það dregur úr samskiptum mínum við aðra, sér í lagi samskipti mín við minn Æðri Mátt. Í raun dregur sjáfsvorkun úr andlegum framförum. Sjálfsvorkun er einnig ákveðin tegund píslarvættis, sem er munaður sem ég get ekki leyft mér. Meðalið er, hefur mér verið kennt, að skoða rækilega sjálfan mig og enn betur Tólf Spor GA prógramsins.

Bið ég minn Æðri Mátt um hjálp við að losna undan viðjum sjálfsins?

Bæn dagsins
Megi ég veita því athygli að þau okkar sem velta sér upp úr sjálfsvorkun, fá nánast enga vorkun frá öðrum.
Enginn – ekki einu sinni Guð _ getur svalað endalausri þörf þeirra fyrir vorkun. Megi ég bera kennsl á ókræsilega tilfinninguna af sjálfsvorkun, þegar hún reynir að lauma sér inn í huga minn og ræna mig æðruleysinu.
Megi Guð hjálpa mér að vera á varðbergi gagnvart lymsku sjálfsvorkunnar.

Minnispunktur dagsins
Sá sem heldur mér föngnum er ég sjálfur.