Hugleiðing dagsins
Án frelsis frá spilafíkn erum við allslaus. En við getum ekki öðlast frelsið nema vera viljug til þess að takast á við þá persónulegu bresti sem knésettu okkur. Ef við neitum að vinna í göllum okkar, þá mun fíknin næsta örugglega ná aftur tökum á okkur. Ef við höldum okkur frá spilum, með lágmarks bata, þá munum við hugsanlega staðna í notalegu en hættulegu tómarúmi um stund. En áhrifaríkasti batinn felst í stöðugri vinnu, með hjálp Sporanna, og þá munum við sannanlega finna viðvarandi og raunverulegt frelsi hjá okkar Æðri Mætti.

Held ég áfram för minni, fullviss um að ég sé loks á réttri braut?

Bæn dagsins
Megi Guð sýna mér að frelsi frá spilafíkn er óstöðugt ástand nema ég öðlist líka frelsi frá hvötum mínum. Megi Guð forða mér frá því að notfæra mér Prógramið með hálfum hug, og gera mér ljóst að ég get ekki orðið andlega heill að nýju ef ég held áfram að leyfa óheiðarleika mínum og eigingirni að tæta mig í sundur.

Minnispunktur dagsins
Með hálfum huga get ég ekki orðið heill að nýju.