Hugleiðing dagsins
Félgasskapurinn í GA kennir okkur, stundum af biturri reynslu og sársaukafullri, að gremja er aðal óvinur okkar. Gremja er helsti eyðileggingarmáttur okkar. Af gremju spretta margvíslegir aðrir andlegir kvillar, því við höfum ekki bara verið líkamlega og huglega veik, heldur andlega veik einnig. Eftir því sem við jöfnum okkur og andleg heilsa okkar fer batnandi, fer okkur líka batnandi líkamlega og huglega.

Geri ég mér grein fyrir því að fátt er jafn biturt og það að vera bitur? Sé ég að eitur biturleikans er hættulegra mér en þeim sem biturðin beinist að?

Bæn dagsins
Ég bið um hjálp við að fjarlægja hrúgu gremjunnar sem ég hef sankað að mér. Megi mér lærast að gremja getur borið margar grímur; gremja getur stafað af ótta – við að missa vinnu, missa ástvin, missa af tækifæri – gremja getur verið sárindi eða sektarkennd. Megi ég vita að Guð er minn græðir. Megi ég viðurkenna eigin þörf.

Minnispunktur dagsins
Gremja er rusl; burt með hana.