Hugleiðing dagsins
Það kemur fyrir að ég tel mig vita hver vilji guðs sé þegar um annað fók er að ræða. Ég segi við sjálfan mig, “Þessi manneskja þarfnast lækningar,” eða “Það þarf að forða þessum frá þeirri misnotkun sem hann verður fyrir,” og ég fer að biðja fyrir því að svo megi verða. Hjarta mitt er á réttum stað þegar ég bið á þennan hátt, en þessar bænir byggja á þeirri ályktun að ég viti hver vilji guðs sé varðandi þá manneskju sem ég er að biðja fyrir. GA prógramið kennir mér aftur á móti að ég ætti að biðja þess að guðs vilji – hver svo sem hann er – verði, fyrir aðra sem og fyrir mig.

Ætla ég að muna að guð er reiðubúinn að vingast við mig, upp að því marki sem ég treysti honum?

Bæn dagsins
Ég lofa guð fyrir tækifærið til þess að hjálpa öðrum. Ég þakk líka guði fyrir að gera mig viljugan til þess að hjálpa öðrum, fyrir að draga mig úr turni sjálfselskunnar svo ég geti hitt og deilt með og annast annað fólk. Kenndu mér að biðja þess að “Verði þinn vilji” í anda þesskærleika sem guð fyllir mig af.

Minnispunktur dagsins
Ég mun treysta vilja guðs.