Hugleiðing dagsins
Hugleiðsla á sér engin mörk. Hún hefur hvorki breidd né dýpt, né heldur hefur hún hæð, sem þýðir að það er endalaust hægt að þróa hana án nokkurra takmarkana. Hugleiðsla er einstaklingsbundin; fæst okkar hugleiða á sama hátt. Því má með sanni segja að hugleiðsla sé persónulegt ævintýri. Fyrir þau okkar, sem iðkum hugleiðslu af alvöru, er tilgangurinn sá sami, að bæta meðvitað samband okkar við guð. Þrátt fyrir að hafa engin mörk og vera óáþreifanlegt, þá er hugleiðsla í raun eitthvað það gagnlegasta sem við getum gert. Einn fyrsti ávinningurinn, sem fæst við að stunda hugleiðslu, er tilfinningalegt jafnvægi. Hvað gæti verið gagnlegra en það?

Er ég að breikka og dýpka farveginn á milli mín og guðs?

Bæn dagsins
Megi ég finna þann frið sem er svo erfitt að útskýra og jafnvægið sem veitir mér yfirsýn yfir lífið, þegar ég leita guðs með hjálp bænar og hugleiðslu. Megi þungamiðja mín miðast við guð.

Minnispunktur dagsins
Guð veitir mér jafnvægi.