Hugleiðing dagsins
Það hefur orðið jafn ómissandi fyrir mig og að anda, að eiga í daglegum samskiptum við guð. Ég þarf ekki að eiga einhvern sérstakan stað til þess að biðja til guðs, því guð heyrir alltaf til mín. Ég þarf ekki að orða bænir mínar á ákveðinn hátt, því guð þekkir nú þegar allar mínar hugsanir og allar mínar þarfir. Það eina sem ég þarf að gera er að beina athygli minni að guði, vitandi að athygli hans er ætíð á mér.

Veit ég að góðir hlutir muni gerast ef ég treysti guði fullkomlega?

Bæn dagsins
Megi samskipti mín við guð verða venjubundinn hluti af mínu lífi, jafn eðlileg og sjálfsögð og hjartslátturinn. Megi ég sjá, eftir því sem ég verð vanari bæninni, að það skiptir mig á minna máli hvar ég bið, hvort sem það er úti í horni, við rúmstokkinn, á kirkjubekk eða annars staðar. Og megi ég líka sjá að hvenær dags ég bið skiptir minna máli. Megi hugur minn leita sjálfkrafa til guðs, hvenær sem ég upplifi kyrrðarstund eða þegar ég þarf á leiðsögn að halda.

Minnispunktur dagsins
Lát bænina verða að vana.