Hugleiðing dagsins
“Það sem þú átt getur virst lítilsvert; þú girnist svo miklu meira. Sjáið lítil börn reyna að ná sælgæti úr sælgætiskrukku. Ef þau fylla lófann þá ná þau ekki hendinni úr krukkuni og bresta í grát. En sleppi þau nokkrum molum þá losnar hendin. Það sama á við um þig, ekki láta óskir þínar og þrár draga þig í ógöngur” ritaði gríski heimspekingurinn Epictetus. Lát mig ekki vænta of mikils af neinum, sérstaklega ekki af sjálfum mér. Megi ég læra að sætta mig við minna heldur en ég óska mér að væri mögulegt og megi ég vera viljug/ur til þess að taka því og kunna að meta.

Er ég þakklátur fyrir allt sem áunnist hefur í mínu lífi fyrir tilstuðlan GA prógramsins?

Bæn dagsins
Megi ég grannskoða sjálfan mig í leit að þessum littlu þrám og löngunum sem hindra mig í að meta allt það sem ég hef. Ef ég bara gæti þjálfað sjálfa/n mig í að draga úr þessum uppblásnu væntingum og löngunum, ekki að búast ætíð við svo miklu, þá mun ég verða sterkari fyrir þegar slíkar væntingar og þrár bresta. Megi ég taka því með reisn sem Guðs náð hefur veitt mér.

Minnispunktur dagsins
Einungis ég get veitt mér “frelsi frá löngunum.”