Hugleiðing dagsins
Trúnaðarmaður minn hvatti mig til þess að finna smá auðmýkt. Því ef þú gerir það ekki, sagði hann, þá ertu að auka stórkostlega hættuna á því að þú farir aftur að spila. Þrátt fyrir að hafa verið uppreisnargjarn alla mína ævi, þá fór ég að ráðum hans; ég byrjaði að reyna að temja mér auðmýkt, einfaldlega vegna þess að ég trúði því að það væri rétt. Ég vona svo sannarlega að sá dagur muni koma þegar megnið af uppreisnargirni minni verður minningin ein, að ég muni stunda auðmýkt einvörðungu vegna þess að ég líti á það sem leið til þess að lifa lífinu.

Er ég viljugur til þess að temja mér auðmýkt í dag, þó ekki væri nema í augnablik? Mun ég læra að þrá þá tilfinningu sem fylgir því að vera auðmjúkur?

Bæn dagsins
Þar sem ég – eins og svo margir spilafíklar – er uppreisnargjarn, megi ég þá gera mér grein fyrir því að ég þarf að átemja mér auðmýkt. Megi ég gera mér grein fyrir því að aðmýkt er ekki auðveld uppreisnargjörnum einstaklingum, hvort sem viðkomandi er þrjóskur, fastur á sínu, neikvæður að eðlisfari eða einfaldlega staðráðinn í því að breyta öllu öðru en sjálfum sér. Ég bið þess að með því að ástunda auðmýkt þá muni hún verða ósjálfráð fyrir mig.

Minnispunktur dagsins
Hógværð verði að vana.