Hugleiðing dagsins
Í Rauðu Bók GA stendur: “Hægt er að segja að orðið andlegur lýsi þeim eiginleikum mannshugans sem eru eftirsóknarverðir, eins og góðvild, göfuglyndi, heiðarleiki og hógværð. Þar sem GA félagsskapurinn mælir með því að GA félagar tileinki sér þessa eiginleika, þá er með sanni hægt að segja að félagsskapur okkar er andlegur.” Ég er farinn að átta mig á því að andlega vegferð mín tengist því hve heilsteyptur ég er – því hve samkvæmur sjálfum mér ég er varðandi sannleikann, eins og hann birtist mér og mínum innra manni.

Reyni ég stöðugt að tileinka mér þá eiginleika sem færa mér varanlega hamingju?

Bæn dagsins
Megi ég vinna að því að ávinna mér “bestu eiginleikana” sem skilgreina mig andlega. Megi ég kynnast þeirri gleði sem fylgir því að lifa lífinu á þann hátt sem GA mælist til, uns öll uplifun verður ánægjuleg og ég fæ notið hennar með öðrum, sem eru eins og ég, að lifa samkvæmt þessum lífsreglum, sem guð hefur fært okkur.

Minnispunktur dagsins
Frá andlegu tómarúmi yfir í andlega fyllingu.