Hugleiðing dagsins
Auðmýkt hefur stundum verið skilgreind sem það ástand þegar hugurinn er lærdómsfús. Það má því segja að flest okkar í GA félagsskapnum, sem erum spilalaus, höfum öðlast að minnsta kosti vott af auðmýkt, því við lærðum þó nóg til þess að vera spilalaus. Ég hef áttað mig á að auðmýkt er að vera opinn fyrir því sem aðrir hafa að segja, stöðugt opinn fyrir því að læra.

Sé ég auðmýkt sem leiðina að stöðugum framförum?

Bæn dagsins
Nú, þegar ég hef byrjað að temja mér auðmýkt, megi ég halda því stöðugt áfram. Megi ég vera opinn fyrir vilja guðs og ábendingum vina minna í GA. Megi ég vera lærdómsfús, opinn fyrir gagnrýni, móttækilegur og meðvitaður um að ég verða að halda áfram að vera þannig til þess að viðhalda batanum.

Minnispunktur dagsins
Að halda áfram að vera móttækilegur.