Hugleiðing dagsins
Mér hefur gengið betur að átta mig á sjálfum mér, eftir að ég gekk í GA. Eitt af því sem er hvað þýðingarmest er að skoðanir eru ekki staðreyndir. Þó mér finnist eitthvað eiga að vera svona eða hinseginn þýðir ekki endilega að það sé svo. Gríski heimspekingurinn Epictetus orðaði þetta svo; “Menn hafa ekki áhyggjur af hlutum, heldur því hvaða hugmynd við gerum okkur um hlutinn. Þegar við tökumst á við erfiðleika, verðum áhuggjufull eða finnum til óþæginda, þá skulum við engum um kenna nema sjálfum okkur. Það er; hugmynda okkar um hluti.”

Trúi ég því að það sem mér hefur lærst í batanum, glatist aldrei að fullu?

Bæn dagsins
Megi mér auðnast að átta mig á hvað er raunverulegt í hugmyndum mínum um raunveruleikann. Megi mér skiljast að aðstæður, hlutir – jafnvel fólk – litast í huga mínum af viðhorfi mínu gagnvart þeim.

Minnispunktur dagsins
Að flokka raunveruleika frá óraunveruleika.