Hugleiðing dagsins
Eftir því sem ég er lengur í GA þeim mun þýðingarmeira verður að forgangsraða. Ég var sannfærður um að fjölskyldan væri í fyrsta sæti, eða heimilislífið, eða starfið. En í dag veit ég með vissu að ef ég held mig ekki frá fjárhættuspili, þá mun ég missa allt. Að forgangsraða þýðir fyrir mig að allt í mínu lífi er háð því að ég haldi mig frá fjárhættuspilum.

Er ég þakklátur fyrir að vera spilalaus í dag?

Bæn dagsins
Megi ég setja efst á forganglista minn að vera spilalaus – að viðhalda því, læra að lifa með því, deila reynslu minni af slíku lífi. Þegar vandamál daglegs lífs skjóta upp kollinum, megi ég þá halda fast í forgangsröðina – að vera spilalaus.

Minnispunktur dagsins
Að forgangsraða.