Hugleiðing dagsins
Í GA lærum við, þegar við förum að þroskast andlega, að við þurfum að endurskoða rækilega hin gömlu viðhorf okkar gagnvart eðlishvötum okkar. Kröfur okkar um tilfinningalegt öryggi og ríkidæmi, um persónulega upphefð og völd, allt þetta verðum við að milda og beina í réttan farveg. Okkur lærist að það eitt að uppfylla þessar kröfur getur ekki verið eina markmið og tilgangur lífs okkar. En þegar við erum viljug til þess að setja andlegan þroska ofar öllu, þá – og einungis þá – eigum við raunhæfan möguleika á því að öðlast heilbrigða skynjun og þroskaða ást.

Er ég tilbúinn til þess að setja andlegan þroska í fyrsta sæti?

Bæn dagsins
Megi andlegur þroski minn milda vanabundna þrá mína efitr veraldlegu öryggi. Megi mér skiljast að hið sanna öryggi er andlegt. Ef ég hef trú á mínum æðri mætti þá mun viðhorf mitt breytast. Megi þroski minn hefjast með andlegri vakningu.

Minnispunktur dagsins
Læra að meta andlegt líf.