Hugleiðing dagsins
Hversu oft hétum við sjálfum okkur því að við skyldum “aldrei aftur” spila? Við vorum einlæg í ákvörðun okkar, á þessari örvæntingarstund. En, þrátt fyrir þennan ásetning okkar, þá var útkoman ætíð sú sama. Smám saman dofnaði minningin um örvæntinguna sem og minningin um loforðið. Á endanum fórum við aftur að spila og enduðum í enn meiri örvæntingu en áður. “Aldrei aftur” reyndist einungis vera ein vika, eða einn dagur eða jafnvel bara ein klukkustund. Í GA lærist okkur að við þurfum bara að hafa áhyggjur af deginum í dag, nákvæmlega þessum tuttugu og fjórum stundum.

Lifi ég lífinu einn dag í einu?

Bæn dagsins
Megi langtíma skilyrði eins og; “aldrei aftur”, “ekki í þessu lífi”, “að eilífu” og “ég mun aldrei aftur spila” ekki verða til þess að veikja ásetning minn. Ef við brjótum upp “að eilífu” í einn dag í einu þá virðist eilífðin ekki vera svo ýkja löng. Megi ég fara inn í daginn í dag með raunhæft markmið, markmið sem miðast bara við næstu 24 stundirnar.

Minnispunktur dagsins
Einn dag í einu