Hugleiðing dagsins
Allt mitt líf hef ég treyst á að fá hughreystingu, öryggi og allt það sem ég í dag flokka undir æðruleysi, frá öðrum. Ég hef áttað mig á því að ég var ætíð að leita á röngum stað. Æðruleysi er ekki eitthvað sem er í umhverfi mínu, það er innra með sjálfum mér. Lausnin er innra með mér og ég er þegar kominn með lykilinn til þess að ljúka upp konungdæmi hennar. Eina sem til þarf er viljinn til þess að nota hann.

Er ég að nota verkfæri GA prógramsins á hverjum degi? Er ég viljugur?

Bæn dagsins
Guð gefi mér hugrekki til þess að ljúka upp konungdæminu innra með mér, svo ég megi finna uppsprettuna sem á sér rætur í kærleika guðs. Megi sál mín verða endurbyggð í þessu konungdæmi. Megi ég finna æðruleysið sem ég leita að.

Minnispunktur dagsins
Leitin að konugdæminu innra með mér.