Hugleiðing dagsins
Það er ekki inni í myndinni fyrir mig að veðja í síðasta skipti, leggja undir einu sinni enn. Það sem ég væri að leggja undir væri ekki bara peningurinn sem ég væri með á mér heldur einnig allt sem ég ætti inni á bankareikningi, fjölskylda mín, heimili mitt, bíllinn, starfið, geðheilbrigði mitt og hugsanlega lífið sjálft. Það er alltof hátt gjald og alltof mikil áhætta.

Manstu eftir síðasta veðmálinu?

Bæn dagsins
Megi ég sækja mér styrk í þá vitneskju að andi guðs er með mér öllum stundum. Megi ég læra að finna fyrir þeirri andlegu nærveru. Megi ég gera mér grein fyrir því að ekkert er falið fyrir guði. Umheimurinn sér gjörðir mínar og dæmir mig eftir þeim en guð sér aftur á móti allt sem ég geri, hugsa og finn. Ef ég leitast við að fara að guðs vilja þá get ég stólað á eitt – hugarró.

Minnispunktur dagsins
Guð sér allt.