Hugleiðing dagsins
Við biðjum “eigi leið þú oss í freistni,” því við vitum fullvel að freistingarnar eru handan við hornið. Freistnin er lævís, torskilin, öflug – og þolinmóð; við vitum ekki hvenær freistnin sprettur fram – þegar við síst megum við því. Freistingin getur gert vart við sig þegar við heyrum ákveðna tóna, þegar við sjáum blikkandi og skár ljós eða í því augljósasta – beinni hvatningu frá annarri manneskju.
Við verðu ætíð að vera á verði, hafandi hugfast að fyrsta veðmálið gæti eyðilagt líf okkar.

Er ég með forgangsröðina á hreinu?

Bæn dagsins
Guð, leið mig á brott frá freistni, hvort heldur hún er í formi viðsnúnings á spili í póker, reyknum í Bingósalnum eða hljóðanna frá spilakassa. Megi ég vera meðvitaður um styrk mótstöðuafls míns og halda mig innan þess. Megi uppgjöf mín fyrir vilja guðs gefa orðatiltækinu “andleg vakning” alveg nýja merkingu.

Minnispunktur dagsins
Andleg vakning