Hugleiðing dagsins
Í GA lærum við að við erum andlega og tilfinningalega frábrugðin öðru fólki. Sú hugmynd að einhvern veginn og einhvern tíma komi sá dagur að við getum haft stjórn á veðmálum okkar, er meinlokan mikla sem þjáir alla spilafíkla. Þessi tálsýn er ótrúlega lífseig. Margir elta hana inn fyrir fangelsismúra, yfir í geðveiki og allt til dauða.

Hef ég viðurkennt fyrir sjálfum mér að eitt veðmál er of mikið og að þúsund sé ekki nóg?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér grein fyrir því að ég mun aldrei geta haft stjórn á spilamennsku minni. Meg mér auðnast að þagga niður í þeirri eyðileggjandi rödd sem býr innra með mér og reynir að telja mér trú um að nú geti ég farið að stunda veðmál og haft stjórn á spilamennsku minni. Ef þú fylgir GA prógraminu þá áttu ekki afturkvæmt í heim veðmálanna.

Minnispunktur dagsins
Takmark mitt verður að vera ævilöng fjarvera frá veðmálum – einn dag í einu.