Hugleiðing dagsins
Við verðum að hugsa vel um GA nýliðann. Við viljum að hann kynnist prógraminu eins og við höfum kynnst því, nú þegar hann er að feta sig eftir stígnum til trausts og lífs. Við þurfum sifellt að viðhalda andlegum styrk prógramsins og gagnsemi þess, með árvekni, umsjá og átaki – til þess að vera undir það búin að taka á móti nýliðum.

Ber ég virðingu fyrir 12 sporunum?

Bæn dagsins
Guð hjálpi mér að leggja mitt af mörkum til þess að gera deildina mína að líflínu fyrir þá sem enn þjást af völdum spilafíknar, með því að viðhalda 12 sporum prógramsins. Megi prógramið verða “heimkoma” fyrir þau okkar sem þjáumst af spilafíkn. Megum við finna sameiginlega lausn á þeim sameiginlegu vandamálum sem hljotast af þessum sjúkdómi.

Minnispunktur dagsins
Að leggja mitt af mörkum.