Hugleiðing dagsins
Stundum, þegar vinir innan og utan GA segja okkur hve vel okkur gangi, þá vitum við innst inni að í raun og veru þá gengur okkur ekki alveg nógu vel. Við eigum enn í vandræðum með að höndla lífið og að takast á við raunveruleikann. Á slíkum stundum grunar okkur að það hljóti að vera galli á ástundun okkar á andlegu hliðinni. Líkur eru á að vandræði okkar stafi annað hvort af misskilningi eða vanrækslu á Ellefta Sporinu – bæn, hugleiðsla og leiðsögn Æðri Máttar. Hin Sporin geta haldið flestum okkar spilalausum og virkum. En Ellefta Sporið getur stuðlað að andlegum vexti – svo lengi sem við leggjum okkur fram og ástundum það.

Treysti ég takmarkalausum guði frekar en takmörkuðum sjálfum mér?

Bæn dagsins
Ég bið þess að andleg meðvitund mín dýpki, að ég öðlist sterkari trú á hinu Óséða, fyrir nánari samskiptum við minn Æðri Mátt. Megi ég átta mig á að vöxtur minn í GA prógraminu hangir saman við andlegan þroska. Megi ég fela meira af trausti mínu í hendur óendanlegrar visku guðs.

Minnispunktur dagsins
Ég mun ekki gefast upp né heldur láta mér fallast hendur. Ég mun gefast undir visku guðs.