Hugleiðing dagsins
Við lærum af félögum okkar í GA að besta leiðin til þess að takast á við sársaukafullar aðstæður er að takast á við þær, að vinna úr þeim á heiðarlegan og raunsæjan hátt, og reyna að læra af þeim og nota sem stökkbretti fyrir áframhaldandi vöxt. Við getum, með hjálp GA prógramsins og okkar æðri máttar, fundið hugrekki til þess að nota sársauka til þess að vaxa á sigursælan hátt.

Mun ég trúa því að hver sá sársauki sem ég upplifi sé smávægilegt gjald fyrir þá gleði sem ég mun finna fyrir þegar ég fer að upplifa hinn sanna mig?

Bæn dagsins
Megi minn æðri máttur veita mér það hugrekki sem ég þarf til þess að hætta að forðast sársaukafullar aðstæður. Hafi ég áður fyrr notað fjárhættuspil sem flótta frá sársauka, megi ég þá gera mér grein fyrir að fjárhættuspilin sjálf urðu sársaukinn, sem engin flóttaleið var til frá uns ég fann GA prógramið. Megi ég nú horfast í augu við sársaukann – gamlan og nýjan – og læra af honum.

Minnispunktur dagsins
Fjárhættuspil: til að byrja með eru þau flóttaleið úr gildru sársauka en verða síðan gildran sjálf.