Hugleiðing dagsins
Í talsverðan tíma eftir að ég kynntist GA samtökunum, lét ég hluti sem réð ekki við hindra mig í að gera hluti sem ég réði við. Ef það fór í taugarnar á mér hvað leiðari eða aðrir fundarmenn sögðu þá dró ég mig til hlés, í fýlu. En nú reyni ég að taka þvi fagnandi þegar einhver segir eitthvað sem fer í pirrurnar á mér, í stað þess að fara í vörn eða verða pirraður – þvi að þá get ég unnið í sjálfum mér, viðhorfum mínum og skilning á guði, sjálfum mér, öðru fólki og aðstæðum lífs míns. Við erum kannski ekki enn þá virkir spilafíklar en við erum stundum virkir áráttuhugsuðir.

Er ég viljugur til þess að vaxa og vaxa úr grasi?

Bæn dagsins
Megi guð gefa mér hugrekki til þess að prófa nýfengna vængi mína – jafnvel bara einn vængjaslátt í einu. Megi ég ekki bíða þess að verða algjörlega heiil á ný áður en ég fer að takast á við hversdagslegt amstyr, því bati er viðvarandi ferli og vöxtur kemur frá því að takast á við áskoranir. Megi ég hætta örvæntingarfullri leit minni að fulkomnun og hafa þess í stað augun á markmiðum mínum og þroskast svo lengi sem ég lifi – einn dag í einu.

Minnispunktur dagsins
Þeir hlutir sem ég ræð ekki við ættu ekki að flækjast fyrir því sem ég ræð við.