Hugleiðing dagsins
Á fyrstu vikum eða mánuðum okkar í GA gerist það stundum að óstöðugt tilfinningalegt ástand okkar hefur áhrif á tilfinningar okkar gagnvart gömlum vinum og fjölskyldu. Fyrir mörg okkar þá lagast þessi sambönd á fyrstu stigum batans. Hjá öðrum virðist renna upp tími “viðkvæmni”; nú þegar við erum hætt að stunda fjárhættuspil, þá verðum við að greiða úr tilfinningum okkar gagnvart maka, börnum, ættingjum, vinnuveitendum, samstarfsfólki og jafnvel nágrönnum. Reynsla okkar í GA prógraminu hefur kennt okkur að að við ættum að forðast að taka mikilvægar ákvarðanir á fyrstu stigum batans – sérstaklega tilfinningaþrungnar ákvarðanir varðandi fólk.

Er ég að verða betur í stakk búinn að tengja á þroskaðann hátt við annað fólk?

Bæn dagsins
Megi guð hjálpa mér í gegnum erfiðleikana, ringulreiðina við að koma skikkan á tilfinningar mínar varðandi sambönd og endurhugsa þau. Þetta stig batans þar sem ég reyni að púsla öllu saman upp á nýtt. Megi ég ekki rjúka til og byggja upp ný sambönd eða nýjar aðstæður, sem krefjast tilfinningalegrar skuldbindingar af minni hálfu – alveg strax.

Minnispunktur dagsins
Engin flækjukennd sambönd til að byrja með.