Hugleiðing dagsins
Ég hef heyrt sagt að þegar guð lokar dyrum, þá opni Hann glugga. Eftir að ég hóf að vinna tólf sporin, þá hefur megnið af þeim ótta og sársauka sem hrjáði mig horfið. Suma af göllum mínum hef ég losnað við, aðra er ég enn að kljást við. Ég trúi því að ef ég held mig við tólf sporin og geri þau að hluta af lífi mínu, þá muni líf mitt halda áfram að batna – líkamlega og andlega,

Er ég viljugri og hæfari til þess að hjálpa öðrum ef ég vinn sporin?

Bæn dagsins
Ég þakka guði fyrir að sýna mér fram á að tólf spor GA samtakanna séu leið til heilbrigðara lífs. Þar sem ég hef gert þau að hluta af lífi mínu, þeim mun heilbrigðara, betra og nær mínum æðri mætti verður líf mitt. Megi ég finna fyrir sama þakklæti og hugljómun og þeir sem eru að uppgötva tólf sporin í fyrsta skipti, nú þegar ég lifi lífi mínu samkvæmt þeim.

Minnispunktur dagsins
Eitt spor í einu, dag eftir dag.