Hugleiðing dagsins
Goethe skrifaði; “Allir vilja vera eitthvað, enginn vill vaxa.” Ég spyr sjálfan mig stundum, eins og við öll gerum; Hver er ég? Hvar er ég? Hvert er ég að fara? Hver er merking alls þessa? Það að læra og vaxa er yfirleitt seinfarinn vegur. En við munum ætíð fá svar á endanum. Það sem í fyrstu virðist margslungið og flókið reynist oftast vera sáraeinfalt í eðli sínu.

Hef ég meðtekið þá staðreynd að vilji til þess að vaxa sé lykillinn að andlegum framförum?

Bæn dagsins
Guð gefi mér þolinmæði og þrautsegju til þess að halda áfram, jafnvel þótt takmarkið sé ekki í augsýn. Meginreglur GA prógramsins eru vegvísir minn til þess að vaxa, mikilvægari en vegurinn sjálfur. Még munu verða allir vegir færir, ef ég bara fylgi vegvísinum.

Minnispunktur dagsins
Leiðin sjálf, ekki endastöðin.