Hugleiðing dagsins
Sagt hefur verið að “Ef þú ert ekki í lagi eins og þú ert, þá mun það kosta mikið erfiði að verða betri. En ef þú áttar þig á því að þú sért bara í lagi eins og þú ert, þá mun þér eðlilega batna.” Stundum gerist það að við endum í aðstæðum sem sem eru svo erfiðar að þær virðast óleysanlegar. Þeim mun meira sem við hugsum um þessar aðstæður, þeim mun meir gefumst við upp fyrir okkar eigin ímynduðu vanhæfni til þess að takast á við vandamálið – og við sökkvum í þunglyndi. Þá er rétta stundin til þess að rifja upp orðatiltæki, slagorð eða heimspeki, og segja það aftur og aftur í huganum, uns það hreinsar hugann af öllum hugsunum um vandamálið – sem, í lok dags, leysist af sjálfu sér.

Gleymi ég stundum að ef það eru þyrnar þá er líka rós ?

Bæn dagsins
Megi ég sjá að guð gaf okkur mynstur svo við getum leitað huggunar í andstæðum – dagur fylgir nótt; þögn fylgir skarkala; kærleikur fylgir einmannaleika; lausn fylgir kvölum. Ef ég er vanmáttugur, megi ég gera mér grein fyrir því og reyna að gera eitthvað uppbyggilegt. Ef ég er ónærgætinn, megi vinir mínir þá standa uppi í hárinu á mér uns ég verð nærgætinn.

Minnispunktur dagsins
Fátt er með öllu illt að ei boði gott. Vandamál taka enda.