Hugleiðing dagsins
Líf okkar, áður en við komum í GA, var markað af flótta frá vandamálum og sársauka. Við sóttumst eftir þeim stundarfrið sem fjárhættuspilamennska okkar veitti okkur. En á ákveðnum tímapunkta kom að þvi að við fórum að stunda fundi. Við horfðum og hlustuðum, oft í forundran. Við sáum allt í kring um okkur mislukkuð og vansæl líf umbreytast, fyrir tilstuðlan auðmýktar, í ómetanlega og eftirsóknarverða eiginleika. Þeir sem hafa náð árangri fyrir tilstuðlan GA prógramsins vita sem er að auðmýkt er einfaldlega skýr viðurkenning á því hver og hvað við séum – sem fylgt er eftir með einlægri tilraun til þess að verða það sem við getum orðið.

Er GA prógramið að sýna mér hvað geti orðið úr mér?

Bæn dagsins
Ég bið um auðmýkt, sem er annað orð yfir yfirsýn, raunsanna sjón á hinn sanna mig og hvar ég standi með tilliti til guðs og annars fólks. Megi ég vera þakklátur fyrir auðmýkt; þessa umbreytingarvél sem breytir sársauka mínum og tálsýnum í nýtt hugrekki og næmni.

Minnispunktur dagsins
Auðmýkt lagfærir “sjón” mína.