Hugleiðing dagsins
Sálfræðingurinn Alfred Adler mælti einu sinni fyrir um eftirfarandi úrræði, sem lækningu fyrir þunglyndissjúkling; “Ef þú byrjar hvern dag á því að hugleiða hvernig þú getir glatt einhvern annan en þig sjálfan, þá munt þú finna fyrir bata. Ef þú getur haldið þig við þessa áætlun í tvær vikur þá munt þú ekki þurfa frekari meðferð.” Þetta “úrræði” Adlers er ekki svo frábrugðið því sem við gerum í GA prógraminu, þegar við vinnum tólfta sporið, til þess að vinna bug á okkar veikindum.

Held ég tilfinningum mínum út af fyrir mig þegar ég er niðurdreginn? Eða geri ég það sem vinir mínir í GA samtökunum mæla með?

Bæn dagsins
Megi ég hafa algjöran viðsnúning á sjálfum mér, viðra þessa þunglyndistilfinningu sem hefur svo lengi verið grafin djúpt innra með mér, skipta henni út fyrir þá vellíðan sem fylgir væntumþykju raunverulegra vina og á endanum að færa öðrum, sem kljást við sömu tilfinningu, sams konar væntumþykju.

Minnispunktur dagsins
Eina raunverulega örvæntingin er einmanaleiki – og einmanaleika er hægt að laga.