Hugleiðing dagsins
Í hverri sögu, sem félagar okkar í GA samtökunum segja, er sársaukinn gjaldið sem greiða þarf fyrir nýtt og betra líf. En þetta gjald færði okkur mun meira en það sem við bjuggumst við. Það færði okkur auðmýkt, nokkuð sem við uppgötvuðum að virkaði sem lækning við sársauka. Og með tímanum fór ótti okkar við sársauka minnkandi og við fórum að þrá auðmýkt og hógværð.

Er mér að lærast að slaka á, að gera sem mest úr því sem mér hlotnast og sem minnst úr því sem framhjá mér fer?

Bæn dagsins
Sé það ætlan guðs að við þroskumst andlega, að við komumst í nána snertingu við skilning hans á því hvað sé gott og satt, megi ég þá trúa því að öll mín reynsla hafi gert mig að þeim nýja og betri manni sem ég er í dag. Megi ég ekki hræðast lærdóminn sem draga megi af sársaukanum. Megi ég vita að ég verði að halda áfram að vaxa, jafnt fyrir tilstuðlan sársauka sem og gleði.

Minnispunktur dagsins
Ég finn til, þar af leiðandi er ég til.