Hugleiðing dagsins
Á GA fundum heyrum við oft sagt að sársauki sé hornsteinn fyrir andlegri framför. Á endanum sjáum við, að á sama hátt og til þess að hætta að spila þá urðum við fyrst að verða spilafíkninni að bráð, þá er tilfinningalegt umrótt undanfari þess að öðlast hugarró. Við samhryggjumst ekki lengur með öllum sem þjást, heldur einvörðungu með þeim sem þjást í fáfræði – þeim sem ekki fá skilið tilgang og gagnsemi sársauka. Eða eins og Proust orðai það; “Gagnvart góðsemd og visku setjum við einvörðungu fram loforð; sársauka hlýðum við.”

Trúi ég því að sársauki sé aðferð guðs við að ná athygli minni?

Bæn dagsins
Megi ég skilja gildi sársauka í lífi mínu, sérstaklega ef ég er á hraðferð niður glapstigu sjálfseyðileggingar. Megi ég vita að sársauki er aðferð guðs til þess að stöðva mig áður en ég kem að hyldýpinu og steypist fram af brúninni. Megi ég vera þakklátur því að sársaukinn fékk mig til þess að stöðva þessa för mína.

Minnispunktur dagsins
Sársauki bjargar lífum.