Hugleiðing dagsins
Hann er vandfundinn sá spilafíkill, sem er í bata, sem þrætir fyrir að afneitun sé eitt af megineinkennum sjúkdómsins. Í GA prógraminu lærist okkur að sjúkleg spilamennska sannfærir spilafíkilinn um að hann eða hún sé í raun alls ekki sjúk/-ur. Það er því ekki undarlegt að þegar við vorum virkir spilafíklar þá einkenndist líf okkar af endalausum réttlætingum og óheiðarleika, eða í stuttu máli, staðföstum vilja til þess að horfast ekki í augu við þá staðreynd að við vorum í raun og án alls vafa tilfinningalega og andlega frábrugðin öðrum manneskjum.

Hef ég viðurkennt fyrir sjálfum mér að ég hafi í raun enga stjórn á spilafíkninni?

Bæn dagsins
Megi ég fara í fyrsta sporið – ekki með hálfum huga – heldur af algjörri uppgjöf gagnvart fíkninni. Megi ég losa mig við helsta einkenni sjúkdómsins – afneitunina – sem kemur í veg fyrir að ég sjái önnur öll önnur einkenni hans.

Minnispunktur dagsins
Afneitum afneituninni.