Hugleiðing dagsins
Þegar við hættum að spila þá var það okkur léttir að sjá að nýfundnir félagar í GA virtust alls ólíkir fjandsamlega fjöldanum sem við þekktum bara sem “þeir.” GA félagar sýndu okkur skilning og umhyggju en ekki gagnrýni og grunsemd.
Það kemur fyrir að við hittum fólk sem fer í taugarnar á okkur, bæði í Prógraminu og utan þess. Við verðum að sætta okkur við þá staðreynd að það er til fólk sem er okkur ekki sammála og gerir hluti sem við erum ekki sátt við.

Er ég byrjaður að sjá skoðanamunur er eitthvað sem ég verð að læra að lifa með og að það er grundvallaratriði fyrir áframhaldandi bata?

Bæn dagsins
Megi augu mín opnast fyri því að skoðanamunur fólks gerir heiminn að þeim fjölbreytta stað sem hann er og að ég verð að umbera fólk sem fer í taugarnar á mér. Megi mér skiljast að ég verð að umbera slíkt fólk og að fjandsamlegt viðhorf mitt í garð annarra geti hugsanlega verið leifar frá óheilbrigðu lífi mínu, þegar mér fannst eins og allur heimurinn væri á móti mér.

Minnispunktur dagsins
Læra að lifa með skoðanamun.