Hugleiðing dagsins
Ef ég verð reiður í dag, þá ætla ég að hinkra ögn við áður en ég segi eitthvað, minnugur þess að reiði mín getur snúist í höndunum á mér og gert mér erfiðara fyrir. Ég ætla líka að muna það að vel tímasett þögn getur fært mér stjórn yfir aðstæðum, sem eru þrungnar spennu, en reiðiþrungin ámæli geta það aldrei. Á slíkum stundum þá ætla ég að muna að ég hef enga stjórn yfir öðrum, einungis guð er almáttugur.

Hefur mér lærst að ég einn get rústað eigin hugarró?

Bæn dagsins
Megi mér lærast að ég get valið hvernig ég tekst á við reiðina – með þögn eða með bræðiskasti, í heift, með hnúunum, með koddaslag, með skammarræðu, með flókinni áætlun um “hefnd yfir” þeim sem olli reiðinni, með kuldalegu augnaráði, með ískaldri yfirlýsingu um hatur – eða með einfaldri framsetningu á staðreynd, “ég er reiður við þig vegna þess að” (með 25 orðum eða minna). Eða þá að ég get, ef þörf krefur, umbreytt reiðinni í orku með því að moka innkeyrsluna, fara í keilu, spila einn leik í tennis eða þrífa húsið. Ég bið þess að guð muni sýna mér fram á viðeigandi leið til þess að takast á við reiðina.

Minnispunktur dagsins
“Ég er reiður vegna þess að ………”