Hugleiðing dagsins
Þegar ég verð reiður, get ég þá horfst í augu við reiðina og viðurkennt hana sem staðreynd í stað þess að leyfa henni að safnast fyrir og magnast upp þar til ég spring úr bræði? Mér hefur loks lærst að innibyrgð reiði eyðileggur mjög skjótt þá hugarró sem er svo mikilvæg fyrir áframhaldandi bata minn. Þegar ég verð fokillur og missi stjórn á skapi mínu þá er ég ómeðvitað að láta stjórnina í hendurnar á manneskjunni, hlutnum eða staðnum sem ég reiður út í.

Þegar ég verð reiður ætla ég þá að reyna að muna að ég er að stofna sjálfum mér í hættu? Ætla ég að “telja upp að tíu” með því að hafa samband við félaga í GA samtökunum og fara með æðruleysisbænina?

Bæn dagsins
Megi ég bera kennsl á reiðina og leyfa henni að fá útrás í smáskömmtum og viðurkenna þar með þá staðreynd að ég er reiður, í stað þess að leyfa reiðinni að grafa um sig í huga mér uns hún verður að bræði og springur á þann hátt sem ég hef enga stjórn á.

Minnispunktur dagsins
Reiði er. Bræði þarf ekki að vera.