Hugleiðing dagsins
Hvað með “réttláta reiði”? Ef einhver svindlar á okkur eða kemur fram við okkur á viðurstyggilegan hátt, eigum við þá ekki rétt á því að fyllast bræði? Reynsla fjölda annarra GA félaga segir okkur að allt daður við bræði og heift eru yfirleitt mjög hættulegt. Þannig að á meðan við verðum að geta horfst í augu við reiðina og viðurkennt fyrir sjálfum okkur að “við séum reið”, þá megum við ekki leyfa bræðinni að safnast fyrir og kruma undir niðri, sama hversu réttlát hún er.

Get ég viðurkennt þá staðreynd að ef ég á að lifa þá verð ég að lifa frjáls frá reiðinni?

Bæn dagsins
Jafnvel þó ég leggi mig í líma við að forðast það, þá verð ég að vera meðvitaður um að það verður alltaf til fólk og aðstæður sem munu vekja hjá mér reiði. Þegar reiði mín virðist ekki vera réttlætanleg – engin skynsamleg rök fyrir henni – þá get ég afneitað reiðinni, jafnvel gagnvart sjálfum mér. Megi ég bera kennsl á reiði mína, hvort sem hún er skynsamleg eður ei, áður en ég gref hana lifandi.

Minnispunktur dagsins
Það er í lagi að finna fyrir reiði.