Hugleiðing dagsins
Í GA lærist okkur að refsingin bitnar á okkur ef við ætlum að refsa öðrum. Ef ég leyfi mér að fá útrás fyrir bræði mína, hversu réttlát sem hún kann að vera, með því að hefna mín, þá skilur það eftir sig dreggjar biturðar og sársauka. Slíkt var hluti af tilbreytingarlausu lífi mínu áður en ég kynntist GA. En í því nýja lífi sem ég hef öðlast þá hugsa ég lengra fram í tímann og horfist í augu við tilfinningar mínar, viðurkenni þær og sleppi þar af leiðandi takinu á þeim.

Hefur ásakandi hróp mitt gert það að verkum að rödd guðs heyrist ekki?

Bæn dagsins
Megi ég forðast samskipti sem felast í því að uppnefna og brjóta niður viðmælanda minn. Ef ég reiðist, megi mér þá auðnast beina reiði minni að því sem viðkomandi gerði, ekki hvernig persóna hann er. Megi ég forðast að gera lítið úr manneskjunni né heldur að gera grín að skapgerðaeinkennum hennar. Megi ég treysta guði til þess að leiðbeina mér.

Minnispunktur dagsins
Að takast á við reiði á viðeigandi hátt.