Hugleiðing dagsins
Tólf sporin kenna okkur að eftir því sem trúin eykst, þeim mun meiri verður öryggistilfinningin. Lamandi ótti við tilgangsleysi byrjar að fjara út. Þegar við byrjum að lifa samkvæmt prógraminu förum við að sjá að besta meðalið við ótta er andleg vakning. Við hættum að vera hrædd við að taka ákvarðanir, því við förum að átta okkur á að ef við gerum mistök, þá getum við alltaf lært af reynslunni. Og reynist ákvörðunin vera rétt, þá getum við þakkað guði fyrir að veita okkur hugrekki og náð til þess að ákveða.

Er ég þakklátur fyrir það hugrekki og þá náð sem mér hefur hlotnast frá mínum æðri mætti?

Bæn dagsins
Guð gefi mér kraft til þess að framkvæma, vitandi það að það eru helmingslíkur á að ég taki rétta ákvörðun og að ég geti lært af reynslunni, taki ég ranga. Í langan tíma var mér ómögulegt að taka ákvörðun. En nú finn ég fyrir gleði vitandi að ég er fær um að velja og taka ákvarðanir. Takk guð, fyrir hugrekkið.

Minnispunktur dagsins
Frelsi er að velja.