Hugleiðing dagsins
Félagar okkar í GA samtökunum hafa sýnt okkur fram á að einn helsti brestur okkar var sjálfhverfur ótti – aðallega ótti við að missa eitthvað sem við höfðum eða ótti við að fá ekki eitthvað sem við ágirntumst. Af því að við lifðum við ófullnægðar væntingar, þá vorum við stöðugt full af gremju og kvíða. Við verðum þar af leiðandi, ef við ætlum að öðlast hugarró, að finna leiðir til þess að draga úr þessum væntingum, þessum kröfum.

Er ég fullkomlega fús til þess að láta guð fjarlægja skapgerðarbresti mína?

Bæn dagsins
Megi ég sleppa því að gera óraunhæfar væntingar til lífsins. Væntingar, sem vegna þess hversu óraunverulegar þær eru, verða aldrei að raunveruleika. Guð gefi að ég geri ekki óhóflegar kröfur til annarra. Kröfur sem ekki er hægt að standa undir og það fyllir mig síðan vonbrigði og höfnun.

Minnispunktur dagsins
Undirbúningur fyrir vonbrigði.