Hugleiðing dagsins
Ég er þakklátur fyrir vini mína í GA félagsskapnum. Ég er meðvitaður um þá náð að njóta vináttu – þeirrar náðar sem fundirnir eru, samkenndin, glaðmildin, að hlusta og að vera til taks ef mín skyldi vera þörf. Ég veit nú að ég þarf að vera vinur til þess að eignast vini.

Mun ég strengja þess heit í dag að vera betri vinur? Mun ég sýna í dag í verki, gerðum og hugsun hvernig vinur ég er?

Bæn dagsins
Megi ég gefa til baka til GA sambærilega vináttu og þá sem ég hef þegið frá wsamtökunum. Megi mér auðnast að kynnast aftur gagnkvæmri gleði sem hlýst af umhyggju og hlutdeild, eftir að hafa, svo árum skiptir, einungis átt yfirboðskenndan kunningsskap við annað fólk.

Minnispunktur dagsins
Vera vinur.