Hugleiðing dagsins
Óttinn stjórnaði lífi okkar, áður en við kynntumst GA. Við vorum undir oki fíknar og þráhyggju og óttuðumst allt og alla. Við vorum óttaslegin gagnvart okkur sjálfum og ef til vill óttuðumst við mest óttann sjálfan. Nú, þegar mér er unnt að þiggja hjálp frá mínum æðri mæti, þá finnst mér ég vera fær um að takast á við hvað eina sem fyrir mig er lagt. Ég er að vinna bug á óttanum og öðlast þægilegt sjálfstraust.

Trúi ég því að “hugrekki sé ótti sem lærði að biðja….”?

Bæn dagsins
Guð gefi að trú mín vinni bug á óttanum sem ég var svo heltekinn af. Óttinn hefur svo lengi verið hluti af mínu lífa að hann var orðinn að vana. Guð gefi að mér megi auðnast að sjá að ég hafi hugsanlega skýlt mér á bak við óttann til þess að forðast að taka ákvarðanir og þá ábyrgð sem fylgir því að ná árangri.

Minnispunktur dagsins
Ótti felur sig á bak við óákveðni.