Hugleiðing dagsins
Það veitir mér styrk og hugreystingu að tilheyra alþjóðlegum félagsskap. Mörg þúsund manns, sem allir hafa sama sjúkdóm og ég, vinna saman að sama markmiði. Og vegna þess að við vinnum öll, hvert á sinn hátt, að því að hjálpa hvert öðru, þá þurfum við aldrei aftur að finnast við vera ein á báti. Þetta sameiginlega vandamál, spilafíknin, sem tengir okkur er hægt að leysa með skilningi, kærleik og gagnkvæmri þjónustu. Náð okkar æðri máttar drífur áfram GA prógramið.

Hef ég þakkað mínum æðri mætti í dag fyrir að hafa hjálpað mér að finna GA, félagsskap sem er að hjálpa mér að hefja nýtt líf?

Bæn dagsins
Þökk sé Guði fyrir að losa mig við þann einmannaleika sem ég hafði búið sjálfum mér, gefa mér aftur innri ró og að hafa leitt mig á vit vináttunnar í GA.

Minnispunktur dagsins
Heimur minn er fullur af vinum.